fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Neymar búinn að sætta sig við örlög sín – Verið orðaður við ensk félög

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2022 08:06

Neymar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má frétt RMC Sport hefur Neymar sætt sig við það að hann muni fara frá Paris Saint-Germain í sumar.

Neymar hefur verið orðaður frá PSG undanfarið. Nasser Al-Khelaifi, forseti félagsins, sagði á dögunum að hann vildi einungis halda leikmönnum hjá félaginu sem væru 100 prósent með í verkefninu sem er framundan í París. Nú bendir margt til þess að Neymar tilheyri ekki þeim hópi.

Þessi brasilíska stjarna hefur verið orðaður við nokkur félög, til að mynda Chelsea og Manchester United á Englandi.

Það er þó ljóst að það félag sem fengi hann til sín þyrfti að borga honum ansi hressilegar upphæðir í laun í viku hverri.

Neymar á þrjú ár eftir af samningi sínum í París.

Hann kom til PSG frá Barcelona fyrir fimm árum síðan fyrir um 200 milljónir punda. Hann er því dýrasti leikmaður sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina