fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Denise Richards byrjar á OnlyFans viku á eftir dóttur sinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. júní 2022 09:59

Denise RIchards og Sami Sheen. Myndir/Getty/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Denise Richards fetar í fótspor dóttur sinnar og byrjar á OnlyFans.

Fyrir rúmlega viku síðan tilkynnti dóttir hennar, Sami Sheen, að hún væri byrjuð að selja myndefni á síðunni. Faðir Sami, leikarinn Charlie Sheen, var síður en svo sáttur með ákvörðun dóttur sinnar – sem varð átján ára í mars.

Hann sagðist ekki „gefa þessu mína blessun“ og kenndi Denise Richards um ákvörðun dóttur þeirra í yfirlýsingu til E! News. „Þetta gerðist ekki undir mínu þaki,“ sagði hann.

Sjá einnig: Kennir fyrrverandi um að dóttir þeirra sé á OnlyFans

Denise svaraði honum og sagði að það eina sem hún getur gert sem foreldri er að leiðbeina Sami. Það var talsvert fjölmiðlafár í kringum málið, bæði um að Sami væri byrjuð á OnlyFans og um ósætti foreldra hennar.

Leikkonan tjáði sig frekar um málið í færslu á Instagram. „Ég vildi óska þess að ég væri jafn sjálfsörugg og átján ára dóttir mín. Ég get líka ekki dæmt ákvarðanir hennar. Ég var í Playboy og Wild Things, og satt að segja ætti faðir hennar ekki að dæma ákvarðanir hennar heldur,“ sagði hún. Færsluna má lesa hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Denise Richards (@deniserichards)

Hún endaði færsluna á að segja: „Kannski ætti ég að opna eigin aðgang [á OnlyFans].“

Hún hefur nú ákveðið að láta á reyna og tilkynnti í gærkvöldi að hún væri búin að opna OnlyFans síðu.

Mánaðaráskrift kostar rúmlega 3300 krónur og segist Denise persónulega svara öllum athugasemdum og skilaboðum á síðunni. „Mjög spennt að eiga samskipti við ykkur öll,“ segir hún.

„Hæ elskurnar, ég er ennþá að reyna að læra á þessa síðu. Þetta er allt nýtt fyrir mér. Ég er svo þakklát fyrir alla ástina og stuðninginn!“ skrifaði leikkonan í opinni færslu á OnlyFans.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Denise Richards (@deniserichards)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“