fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Umsátrinu er lokið – Maðurinn í haldi lögreglu – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 12:38

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hefur verið undir umsátri sérsveitar lögreglunnar í fjölbýlishúsi í Miðvangi í Hafnarfirði í allan morgun er núna í haldi lögreglu. Mbl.is greinir frá þessu. Vísir greinir frá því að maðurinn hafi komið sjálfviljugur út úr húsinu.

Maðurinn er á sjötugsaldri. Hann er grunaður um að hafa skotið að kyrrstæðum bíl við götuna. Skaut hann annaðhvort úr glugga íbúðar sinnar eða af svölunum. Meirihluti íbúanna hefur haldið kyrru fyrir í húsinu í morgun samkvæmt tilmælum lögreglu.

Lögregla var með mikinn viðbúnað á svæðinu og voru minnst fjórir sérsveitarbílar á staðnum.

Uppfært kl. 12:52:

Lögregla hefur birt eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglu eftir aðgerðir hennar í og við fjölbýlishúsi á Miðvangi í Hafnarfirði í dag. Grunur leikur á að maðurinn, sem er íbúi í húsinu, hafi skotið á kyrrstæða bifreið sunnan megin við fjölbýlishúsið, en tilkynning þess efnis barst á áttunda tímanum í morgun. Sérsveit ríkislögreglustjóra var strax kölluð til vegna alvarleika málsins, en hún handtók manninn í hádeginu. Hann kom sjálfviljugur út úr íbúðinni og veitti ekki mótspyrnu við handtökuna.

Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Viðbúið er að mál eins og þetta vekji upp ótta og skapi vanlíðan hjá fólki og því vill lögreglan benda á hjálparsíma Rauða krossins, 1717, en hann er opinn allan sólarhringinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð