fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ertu á leið til Spánar? Þetta má ekki gera þar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 06:59

Frá Spáni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú á leið til Spánar í sumarfrí? Þá er eitt og annað sem er gott að vita hvað varðar hvað má og hvað má ekki. Ástæðan er að það gilda ýmsar reglur sem er beint sérstaklega að ferðamönnum og brot á þeim geta kostað drjúgan skilding. Hér er um nýjar reglur að ræða en þeim er ætlað að koma böndum á hegðun margra ferðamanna.

Eins og DV skýrði frá í vikunni þá brá mörgum gestum á Gran Costa Adeje Hotel á Tenerife í brún þegar hótelstarfsmenn fjarlægðu handklæði þeirra af sólbekkjum en þar höfðu gestirnir sett þau til að taka bekkina frá en höfðu síðan farið aftur inn. Sums staðar er hægt að sekta fólk fyrir frekjugang af þessu tagi.

Sólbekkjastríð á Tenerife – „Fleiri hótel þurfa að gera þetta“

Í borginni Vigo liggur allt að 105.000 króna sekt við því að kasta af sér vatni í sjóinn eða á ströndinni. Daily Mail skýrir frá þessu.

Í Torrox á Costa Del Sol liggur 4.000 króna sekt við því að skilja handklæði eftir á sólbekkjum á ströndinni. Hald verður lagt á eignir viðkomandi þar til sektin hefur verið greidd. Sama sekt liggur við því að leika sér með bolta eða spaða á ströndinni.

Sums staðar er óheimilt að ganga um á götum í engu öðru en sundfatnaði. Allt að 40.000 króna sekt liggur við brotum af þessu tagi.

Allt að 100.000 króna sekt liggur við því að nota sápu eða sjampó í sturtum á spænskum ströndum. Ástæðan er að það eru mörg efni í sápum og sjampóum sem eru skaðleg fyrir lífríkið.

Í Valencia og víðar hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að banna fólki að sofa og tjalda á ströndinni þar sem það er hættulegt.  Þannig að ef þú sofnar á ströndinni (kannski vegna óhóflegrar næturskemmtunar nóttina áður) áttu á hættu að vera vakin(n) og fá um leið sekt upp á sem nemur um 200.000 krónum.

Það liggur 100.000 króna sekt við að vera nakin á strönd sem ekki er skilgreind sem nektarströnd.

400.000 króna sekt liggur við því að grilla á ströndinni  í Salobrena og víðar. Annars staðar má grilla á ströndinni en það þarf að sækja um leyfi til þess.

Á sumum ströndum, til dæmis í Katalóníu, Andalúsíu og Kanaríeyjum, má ekki reykja. 4.000 króna sekt liggur við brotum á þessari reglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu