fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Skilaboð frá síbrotamanni urðu til þess að rýma þurfti húsnæði Lögreglustjórans á Suðurnesjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. júní 2022 13:15

Mynd: Facebook-síða Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. mars síðastliðinn barst embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum tölvupóstur frá manni að nafni Mohamad Kourani þess efnis að í húsnæði embættisins væri sprengiefni og rýma þyrfti húsnæðið. Reyndist vera um gabb að ræða.

Dómur var kveðinn upp yfir Mohamad þessum, sem fékk alþjóðlega vernd hér á landi árið 2018, þann 16. júní síðastliðinn, en auk gabbsins var hann ákærður fyrir mikinn fjölda annarra brota og sakfelldur fyrir þau flest. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Mohamad var meðal annars sakaður um líkamsárás á skrifstofu í Reykjavík í maí árið 2020 en hann sló mann hnefahöggum á brjóstkassa og sló til hans með styttu. Hlaut maðurinn mar á brjóstkassa og yfirborðsáverka á úlnlið og heni.

Hann var sakaður um húsbrot í júní 2020 fyrir að hafa neitað að yfirgefa starfstöð lögmanns og verið með ógnandi framkomu.

Þá var hann sakaður um að hafa sett sig í samband við lögmann sem hafði fengið nálgunarbann á hann.

Hann var sakaður um að hafa valdið eignaspjöllum í Drápuhlíð í Reykjavík með því að sparka í hurð á húsnæði þar svo rúða brotnaði.

Ennfremur var Mohamad sakaður um fjölmörg sóttvarnabrot og fyrir að falsa ökuskírteini. Einnig var hann sakaður um að hafa hrækt á lögreglumenn á lögreglustöðinni við Hringbraut í Reykjanesbæ.

Einnig var Mohamad sakaður um brot á vopnalögum með því að hafa haft í fórum sínum útdraganlega kylfu sem ekki var ætluð til íþróttaiðkunar.

Mohamad Kourani var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þessi brot en til frádráttar kemur sá tími sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi en það er frá 17. mars síðastliðnum til 16. júní.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Í gær

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu