fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Andrew prins á suðupunkti yfir að ná ekki fyrri stöðu – Allt logar í deilum innan konungsfjölskyldunnar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. júní 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew prins, næstelsti sonur Bretadrottningar, mun vera æfareiður út William bróðurson sinn og Catherine eiginkonu hans þessa dagana. Kennir Andrew Vilhjálmi um að koma í veg fyrir að hann geti stigið aftur fram í sviðsljósið sem fullgildur meðlimur bresku krúnunnar.

Heimildarmenn innan konungsfjölskyldunnar segja að allt logi nú í deilum og neiti Andrew alfarið að ræða við frænda sinn. William er aftur á móti hærra uppi í virðingarstiganum en Andrew, sem mun eiga bágt með að taka við skipunum frá frænda sínum, og neitar hann nú að ræða við bróðurson sinn. 

Andrew var sviptur titlum sínum eftir að hneykslið komst í hámæli en mun vera ákveðinn í að ná stöðu sinni aftur. Hann hefur ítrekað reynt að ná fyrri stöðu en William og faðir hans, Charles Bretarprins og krúnuerfingi, munu vera fullkomlega samstíga um þá skoðun um að Andrew eigi ekki afturkvæmt fyrir augu almennings eftir að hneykslið um samskipti prinsins við barnaníðinginn Jeffrey Epstein leit dagsins ljós. Var prinsinn sakaður um kynferðisbrot gegn þá hinni 17 ára Virginia Giuffre og þurfti krúnan að greiða henni rúma tvö milljarða í skaðabætur gegn því að málið færi ekki fyrir dóm.

Margir telja að breska konungsdæmið muni eiga erfitt uppdráttar eftir fráfall Elísabetar drottningar og sé því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ekki sé að finna veikan blett á krúnunni. Stór hluti af því sé að sjá til þess að Andrew haldi sig til hlés. En prinsinn er ekki á því að gefa eftir enda hefur Andrew alltaf verið talinn sá meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem lítur hvað stærst á sig. 

Talið var að Andrew myndi mæta á Ascot veðreiðarnar, enda hafði hann tilkynnt komu sína, en mun hafa neitað að mæta þar sem William var viðstaddur. Það mun endanlega hafa soðið upp úr á milli þeirra frænda eftir að William setti fram blátt bann við að Andrew léti sjá sig við hátíðarathöfn í Windson kastala fyrir nokkrum dögum. 

Andrew, sem mun vera uppáhalds barn drottningarinnar, er ólmur í að ná áhrifum sínum aftur en andstaða bróður hans og frænda hefur orðið til þess að spennan í konungsfjölskyldunni er orðin jafnvel óbærilegri. Spennustigið er þegar hátt vegna útgöngu Harry prins og viðtali hans og Meghan konu hans við sjónvarpsdrottninguna Oprah Winfrey þar sem þau skutu föstum skotum á konungsfjölskylduna á áður óþekktan hátt. 

Almennt er talið að tilraunir Andrew séu algjörlega vonlausar, það sé firra hjá honum að láta sig dreyma að hann eigi nokkurn tíma afturkvæmt í sviðsljósið. Hvað þá að hann endurheimti titla sína aftur. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta