fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Mikil hátíðahöld í Kópavogi á 17. júní

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil hátíðahöld verða í Kópavogi á 17. júní á morgun. Hátíðardagskráin hefst klukkan 14.00 og langur listi stórstjarna troða upp um allan bæinn. Það verður hægt að fara í leiktæki og hoppukastala strax á hádegi og tvær skrúðgöngur munu leggja af stað annars vegar klukkan 13.00 frá MK og hins vefar frá Hörðuvallaskóla klukkan 13.30.

Það verða einnig sölubásar um bæinn þar sem hægt verður að kaupa sér mat, sælgæti og ýmislegt fleira og styðja við íþróttafélög bæjarins í leiðinni.

Tilkynning dagskrárinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

17. júní um allan Kópavogsbæ

Haldið verður upp á 17.júní á fimm stöðum í Kópavogi í ár, við Menningarhúsin, Fífuna, í Fagralundi, við Salalaug og Kórinn. Vegleg skemmtidagskrá er á öllum stöðum, leiktæki, hoppukastalar, andlitsmálning og sölubásar. Frítt er í öll leiktæki.

Hátíðarsvæðin opna klukkan 12.00 og eru opin til 17.00. Það er því hægt að fara í leiktæki og hoppukastala strax á hádegi eða gera góð kaup í sölubásunum sem eru fjáröflunarleið íþróttafélaga bæjarins.

Hátíðardagskrá hefst svo klukkan 14.00 nema við Menningarhúsin þar sem hún hefst kl. 13.30.

Hátíðarstjórar eru þau Vilhelm Anton, Lína langsokkur, Leikhópurinn Lotta, Saga Garðars & Snorri Helgason og Eva Ruza & Hjálmar Örn og munu þau halda uppi góðu stuði og stýra dagskrá sem fram fer á svæðunum.

Ýmsar stórstjörnur troða upp en meðal listamanna sem koma fram eru: Bríet, Birnir, Regína & Selma, Guðrún Árný, Hr.Hnetusmjör og Reykjavíkurdætur.

Þá mun nýr bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, ávarpa gesti.

Tvær skrúðgöngur verða í tengslum við 17.júní. Ein sem leggur af stað frá MK klukkan 13.00 og gengur sem leið liggur að Menningarhúsunum. Önnur leggur af stað frá Hörðuvallaskóla kl. 13.30 og gengur upp í Kór. Skólahljómsveit Kópavogs leikur undir í skrúðgöngunum.

Image preview

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti