fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Tóku allt sauðféð af bóndanum – Hafði fengið ítrekaðar athugasemdir vegna aðbúnaðar dýranna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júní 2022 16:15

Sauðfé - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega staðfesti matvælaráðuneyti ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) frá því í október í fyrra um að svipta sauðfjárbónda einn öllu fé sínu. Bóndinn hafði áður kært þessa ákvörðun MAST til ráðuneytisins sem hefur núna staðfest ákvörðunina.

Þetta kemur fram í frétt á vef MAST.

Segir þar að stofnunin hafi allt frá árinu 2019 gert ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað sauðfjár á bæ bóndans. Var fundið að slysavörnum, brynningu, fóðrun, holdafari fjársins, smitgát, gólfi í fjárhúsum, ástandi girðinga og umhverfis við mannvirki. „Að lokum var bóndanum gert að gera úrbætur á húsum sínum fyrir 1.júlí 2021 eða framvísa ella samningi við nágranna um annan húsakost fyrir féð. Það gerði hann ekki og var hann því sviptur vörslum fjárins um haustið,“ segir í fréttinni.

Bóndinn taldi að MAST hefði brotið reglur um meðalhóf og beitt of íþyngjandi aðgerðum. „Ævistarf hans hefði farið í súginn og hann ekki getað nýtt kærurétt sinn áður en vörslusvipting fór fram. Stofnunin hefði einnig getað bætt sjálf úr aðbúnaði skepnanna á kostnað bóndans í stað þess að svipta hann vörslum kindanna,“ segir í frétt MAST.

Ráðuneytið féllst ekki á rök bóndans. Hlutverk MAST sé að tryggja velferð dýranna og ekki hefði verið hægt að beita mildari aðgerðum. Ákvörðunin stendur og bóndinn fær kindurnar sínar ekki aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna