fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Segir að friðarsamningur við Pútín sé tálsýn – Segir hann vilja mikla landvinninga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júní 2022 05:50

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún hefur margoft setið við samningaborðið með Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og reynt að ná samningum um eitt og annað. Þetta veitti henni skýra sýn á Pútín og drauma hans og nú varar hún heimsbyggðina við.

Þetta er Julija Tymosjenko sem var forsætisráðherra Úkraínu tvisvar. Hún var táknmynd fyrir baráttu Úkraínumanna fyrir lýðræði og fyrir að losna undan rússneskum áhrifum. Hún sá meðal annars um samningaviðræður við Pútín 2009 um gas en sá samningur reyndist henni dýrkeyptur síðar.

En fundirnir með Pútín veittu henni innsýn í hvað rekur Pútín áfram, að minnsta kosti að hennar mati. „Hann er rekinn áfram af hugmynd um sögulega vegferð og draum um að búa til heimsveldi. Það er markmið hans til langs tíma. Þetta má rekja til innri hvatar og sannfæringar,“ sagði Tymosjenko í samtali við The Guardian.

Julija Tymosjenko. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Hún segir að heimsveldisdraumarnir snúist ekki aðeins um stríðið gegn Úkraínu. Hún segir að hann vilji leggja Hvíta-Rússland, Georgíu og Moldóvu undir sig sem og að stjórna Mið- og Austur-Evrópu, þar á meðal Eystrasaltsríkjunum. Nákvæmlega eins og var á tímum Sovétríkjanna.

Hún lýsir honum sem „skynsömum, kaldlyndum, grimmum og illum“ og varar Vesturlönd við: „Friðarsamningur við Pútín er tálsýn því hann leiðir ekki til friðar. Hann mun leiða til nýs stríðs síðar.“

Hún sér því bara eina ásættanlega lausn á stríðinu í Úkraínu – Algjöran ósigur Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann