fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 18:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kynntu 11 vísindamenn, frá ýmsum stofnunum, verkefnið „A Beacon in the Galaxy“ (BITG) í Arxiv sem er opinn gagnabanki fyrir vísindagreinar og rannsóknir . Meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu er NASA Jet Propulsion Laboratory.

Vísindamennirnir vilja að skilaboð verði „þróuð til að senda til vitsmunavera í Vetrarbrautinni“. Í þessum skilaboðum vilja þeir að meðal annarra upplýsinga verði upplýsingar um mannslíkamann.

Skilaboðin verða byggð á fyrir skilaboðum, sem hafa verið send út í geiminn, aðallega Areciboskilaboðunum sem voru send til stjörnuþyrpingarinnar M13 árið 1974.

NASA hefur sent upplýsingar um mannkynið út í geim. Má þar nefna að þegar Lucy verkefnið hófst á síðasta ári voru ljóð eftir Amanda Gorman, lög og textar eftir Bítlana og steingervingur af forföður nútímamannsins send með geimfarinu en það á að rannsaka tungl Júpíters. Voyager 1 og 2 geimförin eru með gullplötur sem myndum og hljóðum sem tengjast menningu okkar nútímamanna.

Í tillögum BITG felst að ekki verði sendar upplýsingar um menningu okkar og tungumál. Þess í stað verði einblínt á hluti sem geti betur tengst stærðfræði og eðlisfræði vitsmunavera á öðrum plánetum.

Skilaboðin eru byggð á tvíundarkerfinu, það er að segja tölunum 0 og 1, eins og er notað í tölvum. Telja vísindamennirnir að tvíundarkerfið hljóti að vera eitthvað sem öll vitsmunasamfélög nota og þekkja. CNN skýrir frá þessu.

Einnig munu skilaboðin innihalda upplýsingar um staðsetningu jarðarinnar, myndir af uppbyggingu DNA og vetnisatóms, myndrænar útskýringar á algebru og öðrum stærðfræðiaðferðum, myndum af sólkerfinu, kort af jörðinni og auðvitað teikningu af nöktum karli og konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld