fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Örlagaríkt slys á Ólafsfjarðarvegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 20:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur verið dregin fyrir dóm, sökuð um líkamsmeiðingar af gáleysi, vegna slyss sem átti sér stað á Ólafsfjarðarvegi síðasta sumar.

Aðalmeðferð var í málinu við Héraðsdóm Norðulands eystra á mánudag.

Slysið átti sér stað inni í Hörgársveit en atvikinu og eftirmálum þess er lýst svo í ákæru:

„…fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 8. júní 2021, ekið bifreiðinni […], suður Ólafsfjarðarveg, án nægilegrar varúðar og aðgæslu og ekki virt nægilega biðskyldu á gatnamótum Ólafsfjarðarvegar og Hringvegar við Moldhaugaháls í Hörgársveit, með þeim afleiðingum að hann ekur í veg fyrir bifreiðina […] sem ekið var vestur Hringveg með þeim afleiðingum að árekstur verður þannig að bifreiðin […], ekur í hlið bifreiðarinnar […]. Meiðsli ökumanns og farþega í bifreiðinni […] voru eftirfarandi; ökumaðurinn […], varð fyrir samfallsbroti í brjósthryggjarlið nr. 8 og hlaut einnig mar frá vinstri öxl niður á hægri mjöðm og farþeginn […], rifbrotnaði á rifi 1 og 2 vinstra megin og brotnaði á liðbol brjósthryggjar, auk þess sem hann hlaut áverka yfir hægra viðbeini.“

Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Dómur verður kveðinn upp í málinu á næstu dögum eða vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“