fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Biden óttast að Pútín eigi enga leið út úr stríðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 07:03

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði fjáröflunarsamkomu á vegum Demókrata í Washington DC í gærkvöldi. Þar sagðist hann óttast að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé ekki með neina áætlun um hvernig hann geti komist út úr stríðinu í Úkraínu. „Ég er að reyna að finna út hvað við getum gert í því,“ sagði Biden meðal annars.

Sky News segir að Biden hafi sagt að Pútín hafi talið að innrásin myndi kljúfa NATÓ og Evrópusambandið. En þvert á móti hafi Bandaríkin og mörg Evrópuríki sameinast um að standa þétt að baki Úkraínu og hafi samstaða þeirra aukist við innrásina.

Pútín hefur lengi kvartað undan því sem hann telur vera laumuspil NATÓ við að þokast nær Rússlandi með því að vinna með ríkjum sem tilheyrðu Sovétríkjunum áður. Úkraína og vestrænir bandamenn landsins hafa alltaf þvertekið fyrir að Rússlandi stafi ógn af þeim.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í gær að reikna megi með að umsóknarferli Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu muni hugsanlega taka marga áratugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim