fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Hrósar Arnari fyrir að urða ekki yfir Þorvald í gær – Situr síðasta haust í Þorvaldi?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. maí 2022 08:52

© 365 ehf / Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Bestu deild karla í gær. Víkingar eru mjög ósáttir með Þorvald Árnason, dómara leiksins. Liðið vildi fá tvö víti, jafnvel þrjú, í leiknum og virtist hafa nokkuð til síns máls.

Rætt var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi eftir leikinn en Þorvaldur átti slakan dag á flautunni.

„Heiðarleiki leiksins er algjör, við heyrum aldrei talað um spillingu. Það er mikil ábyrgð á herðum dómara, við erum ekki með VAR. Þorvaldur Árnason gerir risastór mistök í þessum leik, ég hefði dæmt þrjú víti í þessum leik. Tvö víti eru 100 prósent að hálfa væri meira en nóg. Hvernig geta þeir allir misst af þessu?,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins og átti þar við aðstoðardómarana þrjá sem Þorvaldur er með til aðstoðar.

Albert Brynjar Ingason sérfræðingur þáttarins lagði þá orð í belg. „Fyrsta er eins basic og það verður, hvernig boltinn fer þegar hann skýst af Nikolaj. Annað víti er gjörsamlega 100 prósent. Hann skuldaði þeim víti og fékk tækifæri til að laga það sem hann gerði vitlaust, hann á ekki að gefa þeim víti.“

Hjörvar vildi hins vegar hrósa Víkingi. „Ég verð að hrósa Arnari Gunnlaugssyni í viðtalinu, hvernig gat hann verið svona rólegur? Ég bjóst við honum trylltum, ég verð að hrósa honum fyrir þetta. Þetta er ótrúleg stilling“

Þorvaldur sem dæmdi leikinn íhugaði að hætta eftir leik KR og Víkings síðasta haust þar sem Víkingur vann dramatískan sigur í átt sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Hjörvar velti því fyrir sér hvort sá leikur sæti í Þorvaldi.

„Mér finnst Þorvaldur fínn dómari, ég skil ekki hvernig hann klikkaði þarna. Gæti það haft áhrif að hann var dómarinn í Vesturbænum þegar allt fór úr böndunum, hann mætti í svakalegt viðtal eftir þetta. Gæti þetta hafa setið í honum, hann vildi meina að leikmenn Víkings hefðu verið mjög dónalegir við sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar