fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Nokkuð stór jarðskjálfti við Kleifarvatn í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. maí 2022 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir jarðskjálftar við Kleifarvatn mældust í dag og annar þeirra fannst vel í byggð, meðal annars í Reykjavík. Var stærri skjálftinn 3,5 að stærð. Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi Veðustofunnar kemur fram að jarðskjálftahrinur við Kleifarvatn eru vel þekktar:

„Jarðskjálftahrinur eru vel þekktar við Kleifarvatn en nokkrar slíkar hafa átt sér stað síðan að mælingar hófust. Stærsti skjálftinn sem hefur orðið við Kleifarvatn var árið 2000, en hann mælist 5,9 að stærð og var hann þann 17. júní kl 15:41, rétt eftir stóra Suðurlandsskjálftann. Frá árinu 1991 hafa sjö jarðskjálftar yfir 4 að stærð orðið við Kleifarvatn en þrír þeirra mældust 24. febrúar 2021 í upphafi hrinunnar á Reykjanesi sem leiddi af sér eldgosið í Geldingardölum. Frá áramótum hafa þrír skjálftar yfir 3 að stærð mælst við Kleifarvatn en tveir af þeim mældust í dag, sá stærri reyndist 3,5 að stærð. Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar um að þeir hafi fundist í byggð. Þess má geta að í fyrra mældust þar 26 skjálftar yfir 3 að stærð.

Á meðfylgjandi mynd má sjá skjálfta við Kleifarvatn sem hafa mælst yfir 3 að stærð síðan árið 1991.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“