fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Stórkaup hefur rekstur

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 6. maí 2022 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórkaup er nýtt félag í eigu Haga sem hefur nú hafið rekstur. Stórkaup er heildverslun sem þjónustar stórnotendur með aðföng en helstu vöruflokkar fyrirtækisins eru ýmsar rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisrekstrarvörur. Viðskiptavinir Stórkaups eru meðal annars framleiðendur, sjávarútvegur, rekstraraðilar, veitingageirinn, hótel og heilbrigisstofnanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Við hjá Stórkaup hugsum svo sannarlega stórt enda eru okkar helstu viðskiptavinir stórnotendur. Þó svo að Stórkaup sé nýtt fyrirtæki þá byggir það á traustum grunni og mikilli þekkingu þar sem að fyrirtækið tekur að einhverju leiti við hlutverki Rekstraralands sem var hluti af Olís. Flestir starfsmenn Stórkaups eru fyrrum starfsmenn Olís og búa yfir áratuga reynslu í þjónustu við stórnotendur. Það er mjög mikilvægt fyrir Stórkaup að hafa svo reynslumikla starfsmenn í þjónustu við viðskiptavini“ segir Árni Ingvarsson, rekstrarstjóri Stórkaups.

Árni segir að Stórkaup leggi áherslu á framúrskarandi þjónustu og stafrænar lausnir. ,,Við lögðum því mikið kapp á að opna nýja netverslun á sama tíma og við hófum rekstur. Síðustu mánuði höfum við unnið að smíði á netversluninni sem er sérsniðin að þörfum stórnotenda og þar ættu fyrirtæki og stofnanir að finna allt sem þau þurfa fyrir daglegan rekstur sinn og geta framkvæmt pantanir á einfaldan og skilvirkan hátt,“ segir Árni.

Skrifstofur og vöruhús Stórkaups eru staðsett í Skútuvogi 9.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“