fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Síðasti séns að bóka hótel fyrir sumarið – Engin sértilboð lengur fyrir Íslendinga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. maí 2022 14:00

Ferðamenn við Skógarfoss. Mynd: Valli. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2022 verður ferðasumarið mikla miðað við bókunarstöðuna hjá helstu hótelkeðjum landsins. Morgunblaðið fjallar í dag um hversu mikið er búið að bóka af hótelherbergjum hér á landi fyrir sumarið og  sömuleiðis sé skortur á bílaleigubílum yfir háannatímann. Þetta er mikill viðsnúningur frá því sem var þegar kórónuveiran geisaði.

„Það lítur allt mjög vel út fyrir sumarið. Það er víðast hvar orðið meira og minna uppselt hjá okkur yfir háönnina,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, í samtali við Morgunblaðið en Íslandshótel reka 17 hótel um allt land. Hann segir ennfremur að 90% bókana séu frá erlendum ferðamönnum og nú sé ekki lengur svigrúm fyrir tilboðspakka fyrir Íslendinga eins og síðustu tvö sumur.

Unnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar GoNorth, sem sérhæfir sig í pakkaferðum fyrir útlendinga, segir að sumarið verði það stærsta í sögu fyrirtækisins sem stofnað var árið 2010. „Það er allt að verða fullbókað. Gisting á mörgum svæðum er alveg búin í júní, júlí og ágúst og það er verulegur skortur á bílaleigubílum frá því í maí og fram til ágústloka,“ segir Unnur.

Þá segir forstjóri bílaleigunnar Herz við Morgunblaðið að það sé búið að bóka Meira en árið 2019, sumsé fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Í gær

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést