fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

„Ég vil ekki gefa upp öll leyndarmálin mín“

Florentina Stanciu, markmaður Stjörnunnar og landsliðsins, ætlar að hætta í vor

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. janúar 2016 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florentina Stanciu stendur vörð í íslenska handboltamarkinu og hjá Stjörnunni. Hún er ein besta handboltakona landsins og hefur verið einn besti markmaður Evrópu. En Florentina hefur tekið erfiða ákvörðun. Hún ætlar með fjölskyldu sína aftur til Rúmeníu og kveðjur handboltann – og Ísland – með miklum trega. Hún segist vita að það er tímabært. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um handboltann, hendurnar fjórar sem hún virðist stundum hafa í markinu, trúna, ákafann, metnaðinn og þakklætið.


Leyndarmálin

Florentina er þekkt fyrir metnaðinn inni á vellinum, en einnig fyrir sérstaklega góðan undirbúning fyrir leikina.
„Ég undirbý mig mjög mikið fyrir hvern leik og er með miklar hefðir í tengslum við það. Ég gerði það sérstaklega áður en sonur minn fæddist. Ég hef aðeins dregið úr því, enda vinn ég líka meira með handboltanum en ég gerði. En ég er alltaf með sömu rútínuna,“ segir hún. Hún tekur sér gjarnan frí frá vinnu fyrir mikilvæga leiki, tekur æfingu, borðar vel og íhugar.

„Ég vil ekki gefa upp öll leyndarmálin mín – það skiptir kannski ekki eins miklu máli núna þegar ég er búin að ákveða að hætta. Ég læt þau samt ekki öll, því við eigum allt að vinna í Stjörnunni í vetur,“ segir hún glaðhlakkaleg og bætir við:

„Ég skoða andstæðinginn og liðið mitt mjög vel. Ég er stundum með heilu veggina veggfóðraða af blöðum með upplýsingum og ég horfi á myndbönd. Ég fer vel yfir það fyrir leikinn, hugsa þetta taktískt, velti fyrir mér veikleikum og styrkleikum mínum og þeirra. Svo fæ ég stundum eiginmann minn til að koma og fylgjast með mér á sjálfum leiknum og veita mér stuðning. Hann er traustur ráðgjafi minn – stendur utan vallar og hjálpar mér að átta mig á því hvar ég get gert betur.“

##Aldrei ein
Auk þess að skoða andstæðinginn gaumgæfilega fer hún með bænir fyrir hvern leik. „Trúin skiptir mig miklu máli,“ segir hún. „Hún hefur fleytt mér langt og ég er alveg viss um það að ég hef Guð með mér inni á vellinum. Ég er ekkert án hans og ég er aldrei ein. Það er mér mikilvægt að vera jákvæð, glöð og góð og vera trúrækin. Ég segi liðsfélögum mínum það líka að þeir verði að trúa og halda í vonina.“

Ég segi liðsfélögum mínum það líka að þeir verði að trúa og halda í vonina

Hún segist finna vel fyrir þessum aukna styrk. „Í fyrra spiluðum við við Fram í undanúrslitum. Ég held að það hafi verið einn erfiðasti og eftirminnilegasti leikur sem ég hef spilað. Þetta var fimmti leikurinn og þetta var erfitt. En mér fannst eins og ég væri með fjórar hendur í markinu. Guð var með mér í þessum leik, svo sannarlega. Það var svo sætur sigur, við unnum þær á heimavelli og ég fann svo sterkt hvað í okkur bjó,“ segir hún. Liðsfélagarnir sem höfðu fylgst með henni undirbúa sig fyrir leikinn sögðust núna loksins skilja hvað hún væri að meina þegar hún talaði um trú sína. Hún benti þeim þó góðfúslega á að það væri ekki nóg að hafa trú í meðvindi, heldur þyrfti hún líka að vera til staðar í mótvindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum