fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Berglind furðar sig á spurningu sem Sara þurfti að svara – „Af hverju eru karlar ekki spurðir að því sama?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 16:00

Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið kvenna kom saman í upphafi vikunnar fyrir tvo leiki í undankeppni HM 2023 sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Andstæðingar Íslands verða Hvíta Rússland og Tékkland.

Fyrri leikurinn fer fram á morgun gegn Hvíta Rússlandi. Leikurinn fer fram í Belgrad í Serbíu. Á föstudaginn ferðast liðið til Prag í Tékklandi þar sem síðari leikurinn fer fram þann 12. apríl.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki. Auk Hvíta Rússlands og Tékklands eru Holland og Kýpur í riðli með Íslandi.

Sara Björk Gunnarsdóttir er mætti í verkefni landsliðsins en hún er að koma til baka eftir barnsburð. Sara var spurð að því í fréttamannafundi í gær hvort barnið hefði ekki verið velkomið með í ferðina en Ragnar Frank kom í heiminn í nóvember.

Sara Björk í leik með Lyon. GettyImages

„Hann var velkominn með en pabbi hans fékk að vera með hann. Sonurinn er í góðum höndum í Rodez í Frakklandi með pabba sínum,“ sagði Sara í gær en Árni Vilhjálmsson unnusti Söru er atvinnumaður í Frakklandi líkt og Sara.

Á þessar spurningu furðar Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. „Afhverju leitast fjölmiðlar við að spyrja afrekskonur í íþróttum hvað verði eiginlega um börnin þeirra á meðan þær sinna risa verkefnum? Afhverju eru karlar ekki spurðir að því sama? Hélt við værum komin lengra,“ skrifar þingkonan á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi