fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Bíll Kristjáns varð alelda á einni mínútu – „Forðaðu þér!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki einu sinni með reykeitrun,“ segir Dalvíkingurinn Kristján Már Þorvaldsson en bíll hans varð alelda rétt fyrir utan Dalvík á sjöunda tímanum í gærkvöld. Um er að ræða bíl af gerðinni Kia Sorrento, árgerð 2015, og telur Kristján blasa við að um verksmiðjugalla sé að ræða.

Kristján lýsir atburðarásinni svo í samtali við blaðamann:

„Ég var að sækja dóttur mína til Akureyrar og var rétt kominn út fyrir Olís-stöðina, sem er síðasta húsið áður en farið er út úr bænum, og er aðeins kominn yfir brúnna þegar ég fer að finna einhverskonar plast-rafmagns-brunalykt. Ég skili ekkert í þessu og byrja á að slökkva á sætishitanum og slökkti síðan á hitanum í stýrinu. Svo held ég áfram upp hálsinn svokallaða, sem liggur frá Dalvík, lyktin fer ekki og ég prófa að skrúfa niður rúðurnar.“

Við það að útiloftið streymdi inn um opna gluggana sér Kristján reyk stíga upp fyrir aftan stýrið, þar sem það tengist inn í mælaborðið. „Ég hugsaði, fokk, það er einhver fjandinn í gangi. Ég var þarna við útsýnispall þar sem gott er að leggja, stöðva bílinn þar og drep á honum. Við það heyrði ég snarkhljóð,“ segir Kristján sem þarna var sannfærður um að það væri kviknað í vélinni.

Hann varð hins vegar ekki var við neinn eld þegar hann opnaði vélarhlífina og heldur ekki inni í bílnum. Hann varð eldsins var á undarlegum stað, en gólfmotturnar voru blautar og þegar hann horfði niður í þær sá hann eldsloga speglast í þeim.

„Ég hringdi í 112, opnaði bílinn og ætlaði í rólegheitum að taka út úr honum einhverjar Bónusvörur. Ég segi við manninn á línunni að ég geti ekki lengur staðið við bílinn en hann sagði: Forðaðu þér! Andartaki síðar var ég kominn niður á þjóðveg. Rétt eftir það var bíllinn orðinn eins og hann sést á myndbandinu sem ég birti.“ Bíllinn varð alelda á einni mínútu frá því að Kristján sá eldinn endurspeglast í mottunum.“

Kristján átti von á sprengingum og forðaði sér langt í burtu niður á þjóðveg. En það urðu engar sprengingar. „Það heyrðust litlir hvellir, svipað og við áramótabrennu, þá hafa líklega rúðurnar verið að springa. Síðan varð reykurinn dekkri og þá hefur eldurinn verið kominn í díseltankinn.“

Kristján slapp því alheill frá þessum voða. Bíllinn er tryggður en auk þess telur Kristján miklar líkur á því að um verksmiðjugalla sé að ræða enda hafi ekkert gerst sem gaf fyrirheit um þessi ósköp.

Kristján er furðubrattur eftir þetta allt saman og hló nokkrum sinnum er hann sagði blaðamanni söguna. „Maður tekur lífinu með hlátri, ég er þannig að eðlisfari,“ segir hann.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Hide picture