fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Telur að staðan í Úkraínu sé betri en fyrir 14 dögum og að Rússar hlakki til 9. maí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 08:00

Úkraínskir hermenn við víglínuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynntu bæði Úkraínumenn og Rússar að samningaviðræðum ríkjanna um vopnahlé hefði miðað aðeins áfram en sendinefndir ríkjanna ræddust við í Tyrklandi. Rússar tilkynntu eftir fundinn að þeir ætli að draga „mjög“ úr hernaðaraðgerðum sínum við Kyiv og Tjernihiv. En hvað þýðir þetta í raun?

Poul Funder Larsen, fréttamaður Jótlandspóstsins, reyndi að varpa ljósi á það í stuttu yfirliti. Hann sagðist telja að almennt séð sé staðan betri í dag en fyrir 14 dögum, að minnsta kosti hvað varðar vonir um að það dragi úr átökum í Úkraínu. Hann sagðist telja að í þetta sinn sé ástæða til að trúa orðum rússneska varavarnarmálaráðherrans um að Rússar ætli að draga „mjög“ úr hernaði sínum í Kyiv og Tjernehiv.

Larsen sagði að segja megi að þetta sé rökrétt sé litið á hvernig stríðið hefur þróast. Margir hafi bent á að Rússar hafi ekki næga hernaðarlega getu til að ráðast á Kyiv og því séu þeir að reyna að láta þetta líta vel út en geti í raun og veru ekki annað. Ekki liggi þó fyrir hvort þeir verði áfram með herlið nærri borginni. Hann benti á að um leið og Rússar flytja herlið frá Kyiv þá geti Úkraínumenn flutt herdeildir til Donbas og það sé eitthvað sem Rússar geti ekki viljað að þeir geri.

Hann sagði að ef áætlun A hjá Rússum hafi verið að ná Kyiv fljótt á sitt vald þá virðist sem áætlun B gangi út á að einbeita sér að Donbas þannig að héraðið verði á valdi Rússa þann 9. maí en þann dag lauk síðari heimsstyrjöldinni og er þessi dagur mjög þýðingarmikill fyrir Rússa.

Hvað varðar friðarsamning sagðist hann telja að langt væri í land með að hægt yrði að gera stóran pólitískan samning um málefni Úkraínu, raunhæfara sé að samið verði um vopnahlé og síðan áætlun um hvernig verði leyst úr málinu pólitískt séð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast