Hópurinn sem gengur undir nafninu Áttan tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að Sonja Valdin, ein stærsta stjarna hópsins, hefði sagt skilið við teymið. Óskuðu þeir henni velfarnaðar í komandi verkum og þökkuðu fyrir það ár sem er liðið frá því að hún gekk til liðs við hópinn.
Sonja skaust hratt upp á stjörnuhimininn hérlendis var í miklu uppáhaldi hjá börnum og unglingum. Sló hún fyrst í gegn með Áttunni í laginu NEINEI en tók svo þátt í forkeppni Eurovision með hópnum núna síðast. Það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessari hæfileikaríku leik og söngkonu.
? Sonja stígur til hliðar! ? Fyrir ári síðan kom Sonja Valdin til starfa hjá Áttunni. Á þessu ári hefur hún gert vægast sagt magnaða hluti með okkur, nú stígur hún til hliðar og við óskum henni alls hins besta í nýjum og spennandi verkefnum ?
Posted by Áttan on 3. apríl 2018