fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

TikTok-ari handtekinn í Úkraínu eftir vanhugsað myndband -„Ég ætlaði ekki að valda neinum skaða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. mars 2022 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var handtekinn í Úkraínu eftir að hafa birt myndband á TikTok sem sýndi úkraínska skriðdreka nærri verslunarmiðstöð í Kænugarði á sunnudaginn.

Verslunarmiðstöðin var í beinu framhaldi sprengt upp af Rússum og minnst átta létu lífið.

Daginn eftir birti leyniþjónustan myndband af umræddum karlmanni að biðjast afsökunar. „Ég ætlaði ekki að valda neinum skaða og gerði þetta ekki viljandi.“

Leyniþjónustan birti einnig skilaboð þar sem sagði:

TikTok-ari birti nýlega myndband á Internetinu sem sýndi staðsetningu úkraínska hersins í Kænugarði. Síðar varð verslunarmiðstöðin, þar sem varnarlið okkar var staðsett, fyrir hörkulegri loftárás rússneskra innrásarliða,“ sagði leyniþjónustan. „Vitandi eða óafvitandi starfaði þessi maður fyrir óvininn og verður rannsókn hafin á athæfinu.“

TikTok-arinn kynnti sig sem Artemev Pavel Alexandrevich og sagðist vera íbúi Kænugarðs. Hann sagði að hann hefði birt myndband á TikTok sem sýndi hreyfingar úkraínska hernaðargagna nærri verslunarmiðstöðinni. Hvatti hann fólk til að „birta ekki þannig á TikTok.“

Úkraínsk yfirvöld hafa varað borgara við því að birta myndir og myndskeið á samfélagsmiðlum sem sýni hreyfingar eða staðsetningu úkraínska hersins þar sem upplýsingarnar gætu ratað í hendur Rússa og stefnt hernum og borgurum í hættu.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði á mánudaginn að verslunarmiðstöðin hafi verið sprengt upp þar sem hún hafi ekki verið í notkun heldur nýtt til að hýsa flugskeyti og skot úkraínska herliðsins. Hins vegar hefur ekki fengist staðfest að sú hafi verið raunin.

Yfirvöld í Kænugarði sögðu þó í samtali við fjölmiðla að allt svæðið nærri verslunarmiðstöðinni hafi verið notað sem herstöð þar sem það væri skammt frá nágrannabænum Irpin þar sem Rússar hafa komið sér fyrir.

Umrætt myndband er talið hafa verið birt á TikTok rétt eftir að innrásin hófst. Telja úkraínsk yfirvöld mögulegt að myndbandið hafi orðið til þess að verslunarmiðstöðin var fyrir loftárás.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast