fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Enn eitt áfallið fyrir Pútín – Stalín felldur í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 08:30

Úkraínskir hermenn fundu skilríki Konstantin Druzhkov.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og innrásarher hans í Úkraínu hafi orðið fyrir áfalli nýlega. Þá felldu úkraínskir hermenn þrjá liðsmenn úr hinum frægu Spetsnaz GRU sveitum en það eru úrvalssveitir rússneska hersins.

Skjöl sem fundust á hermönnunum sýna að þeir hétu Konstantin Druzhkov, Islam Abduragimov og Shamil Aselderov. Skjölin fundust í brynvörðu ökutæki sem þeir voru í þegar þeir voru felldir.

Spetsnaz GRU eru taldar bestu hersveitir Rússar og voru sveitirnar sendar til Úkraínu til að skelfa landsmenn og auðvitað taka þátt í stríðinu. Mirror hefur eftir heimildarmönnum að fyrrnefndir þremenningar hafi verið felldir af liðsmönnum Azovsveita úkraínska hersins.

Druzhkov hafði barist í Donbas síðan 2014 og notaði dulnefnið Konstantin Dzhugashivili á samfélagsmiðlum. Dzhugashvili var ættarnafn hins grimma Jósef Stalín sem stýrði Sovétríkjunum með járnhendi á síðustu öld. Druzhkov hafði því fengið viðurnefnið Stalín.

Spetsnaz GRU sveitirnar eru alræmdar í Rússlandi og víðar. Það voru liðsmenn þeirra sem stóðu að baki morðtilrauninni við Sergei Skripal í Salisbury á Englandi fyrir fjórum árum.

Á tímum kalda stríðsins táldró Yevgey Ivanov, liðsmaður Spetsnaz GRU, Christine Keeler, sem var ástkona John Profumo varnarmálaráðherra. Það varð til þess að ríkisstjórn íhaldsmanna hrökklaðist frá völdum.

Spetsnaz GRU hefur því komið víða við í gegnum tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“