fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Anonymous hóta fyrirtækjum sem enn eru með starfsemi í Rússlandi – „Hættið, annars kemur röðin að ykkur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 08:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegur hópur tölvuþrjóta, sem kallar sig Anonymous, sendi alþjóðlegum fyrirtækjum, sem eru með starfsemi í Rússlandi, alvarlega viðvörun á mánudaginn. Gáfu þeir fyrirtækjunum 48 klukkustunda frest til að hætta starfsemi í Rússlandi. Ef þau geri það ekki segja Anonymous að röðin sé komin að þeim.

Hópurinn segist hafa gert margar tölvuárásir á rússneska ríkisfjölmiðla og opinberar vefsíður í Rússandi. Fyrr í mánuðinum lak hópurinn fjölda viðkvæmra skjala frá stjórnvöldum í Kreml. Þessi skjöl tengjast stríðinu í Úkraínu og áróðursmaskínu Rússa.

Anonymous hóta vestrænum fyrirtækjum tölvuárásum ef þau hætta ekki starfsemi sinni í Rússlandi.  Hótunin var sett fram á Twitteraðgangi hópsins. Með færslunni voru birtar myndir af vörumerkjum nokkurra fyrirtækja sem eru með starfsemi í Rússlandi.

Meðal þeirra fyrirtækja sem gætu nú orðið fyrir barðinu á Anonymous er svissneski matvælaframleiðandinn Nestle sem hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að halda áfram að selja framleiðslu sína í Rússlandi. Fyrirtækið segist ekki hagnast á sölu sinni í Rússlandi og að það selji aðeins „nauðsynjavörur“ í Rússlandi og haldi áfram að reyna að koma vörum sínum til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innkalla rakettupaka

Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni