fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Ótrúlegt afrek til styrktar Úkraínu – Hjólaði 1.000 kílómetra án þess að hvílast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 11:30

Lachlan Morton. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski hjólreiðamaðurinn Lachlan Morton lagði hjólandi af stað frá München í Þýskalandi þann 19. mars og var förinni heitið að landamærum Póllands og Úkraínu. Markmiðið með ferðinni var að safna fé til styrktar Úkraínu.

Þegar hann kom að landamærunum 42 klukkustundum síðar hafði hann lagt 1.063 kílómetra að baki. Þetta er auðvitað ansi góður hjólreiðatúr, meira að  segja fyrir atvinnumann í hjólreiðum eins og hann er.

Hann safnaði áheitum í tengslum við ferðina og rennur söfnunarféð til Ukraine Crisis Relief Fund. Í heildina söfnuðust sem nemur um 30 milljónum íslenskra króna. Markmiðið var að safna sem nemur um sjö milljónum íslenskra króna og því er óhætt að segja að áheitasöfnunin hafi gengið mjög vel.

Á leiðinni stoppaði hann ekki nema til að borða og sinna kalli náttúrunnar.

Í samtali við Cycling News sagði Morton að hugmyndin með ferðinni hafi verið að safna peningum og að vekja athygli á þeirri staðreynd að stríðið sé ekki langt í burtu, það sé í hjólafæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi