fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Ótrúlegt afrek til styrktar Úkraínu – Hjólaði 1.000 kílómetra án þess að hvílast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 11:30

Lachlan Morton. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski hjólreiðamaðurinn Lachlan Morton lagði hjólandi af stað frá München í Þýskalandi þann 19. mars og var förinni heitið að landamærum Póllands og Úkraínu. Markmiðið með ferðinni var að safna fé til styrktar Úkraínu.

Þegar hann kom að landamærunum 42 klukkustundum síðar hafði hann lagt 1.063 kílómetra að baki. Þetta er auðvitað ansi góður hjólreiðatúr, meira að  segja fyrir atvinnumann í hjólreiðum eins og hann er.

Hann safnaði áheitum í tengslum við ferðina og rennur söfnunarféð til Ukraine Crisis Relief Fund. Í heildina söfnuðust sem nemur um 30 milljónum íslenskra króna. Markmiðið var að safna sem nemur um sjö milljónum íslenskra króna og því er óhætt að segja að áheitasöfnunin hafi gengið mjög vel.

Á leiðinni stoppaði hann ekki nema til að borða og sinna kalli náttúrunnar.

Í samtali við Cycling News sagði Morton að hugmyndin með ferðinni hafi verið að safna peningum og að vekja athygli á þeirri staðreynd að stríðið sé ekki langt í burtu, það sé í hjólafæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“