fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Svavar Knútur sakaði tvítuga konu um fordóma og allt varð vitlaust – „Segðu mér að þú sért að grínast“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. mars 2022 11:32

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að allt hafi orðið vitlaust á samfélagsmiðlinum Twitter í gær eftir að tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson sakaði tvítuga konu um aldursfordóma vegna færslu sem móðir hennar birti um hana. Í færslunni sem um ræðir hafði móðir tvítugu konunnar spurt hvaða skemmtistaðir hentuðu hennar aldurshópi. Ástæðan fyrir spurningunni var sú að dóttir hennar hafði gefið henni langan lista af stöðum sem hún ætti að forðast sökum aldurs.

Þessi færsla fór öfugt ofan í Svavar Knút sem var allt annað en sáttur með það að dóttir þessarar ókunnugu konu hafi ráðlagt móður sinni að fara ekki á skemmtistaði sem eru aðallega stundaðir af yngra fólki. „Getur spurt tvítugu dóttur þína hvort hún myndi líta transfólk eða múslima sömu augum á skemmtistöðum eins og fólk sem hefur það eitt til sakar unnið að fylgja gangi náttúrunnar og eldast,“ skrifaði Svavar í athugasemd við færslu móðurinnar.

„Ekkert skrýtið að tvítugt fólk vilji bara djamma með jafnöldrum sínum“

Fjöldi fólk furðaði sig á þessari athugasemd Svavars. Einn netverji sagði til að mynda að ekki væri um fordóma að ræða og fordómar gegn transfólki og múslimum séu ekki sambærilegir þessu, það að fólk vilji djamma með jafnöldrum sínum sé bara fullkomlega eðlilegt. „Það er ekkert skrýtið að tvítugt fólk vilji bara djamma með jafnöldrum sínum, það eru ekki fordómar.“

Svavar stóð fastur á sínu þegar hann svaraði þessari athugasemd netverjans. „Bara þó þú upplifir það ekki sem fordóma, gerir það ekki að ekki fordómum,“ sagði hann. Þá sagði hann aldursfordóma vera raunverulega fordóma sem hafi áhrif, til dæmis á konur í tónlistarbransanum.

„En við erum ekki að tala um konur í bransanum,“ sagði netverjinn þá. „Það sem þú sagðir að væru fordómar er bara ekki rétt. Það að tvítugt fólk vilji ekki djamma með eldra fólki er galið að bera saman við transfóbíu og rasisma. Af hverju vilt þú svona mikið djamma með tvítugu fólki?“

„Samfélagslega normalíserað apartheid“

Annar netverji spurði Svavar þá hvort hann væri virkilega að bera saman transfóbíu og rasisma við það að fólk vilji skemmta sér með jafnöldrum sínum. „Fordómar eru alls konar og aldrei hægt að leggja þá að jöfnu,“ sagði Svavar við því.

„Ef þér finnst óþægilegt að það sé potað í eitthvað samfélagslega normalíserað apartheid og „ugh! gamalt fólk!“ hugsunarhátt, þá er það ágætis upphafsstaður til sjálfsskoðunar. Það er alveg sárt þegar fólki er bent á að það sé ekki eins fordómalaust og það heldur. Svona líður líka kallaköllum þegar þeim er bent á casual kvenfyrirlitningu. Að hlaupa í vörn er eðlilegt fyrsta viðbragð.“

Furðar sig á svörum Svavars

Konan sem birti upphaflegu færsluna svaraði Svavari eftir þessa athugasemd hans. „Segðu mér að þú sért að grínast. Að vilja fara af fullum þunga í umræðu um fordóma í djammtvíti?“

Þá útskýrði hún fyrir Svavari að það sé nú bara þannig að fólk á sama aldri hópist saman og skemmti sér. „Ég hef til dæmis lítinn áhuga á að skemmta mér með tvítugu fólki. Hefur ekkert með lífsskoðanir dóttur minnar eða meinta fordóma sem þú gefur í skyn. Hún er sennilega fordómalausasta manneskja sem ég hef kynnst.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“