fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Lífhræddur Pútín hreinsar til – 1.000 starfsmenn reknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. mars 2022 07:00

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að hreinsa vel til í innsta hring sínum. Daily Beast segir að hann hafi rekið rúmlega 1.000 manns úr starfsliði sínu nýlega.

Ástæðan er að sögn að Pútín óttast að eitrað verði fyrir honum, að minnsta kosti heldur Daily Beast því fram.

Fram kemur að það séu lífverðir, hreingerningafólk og kokkar sem hafi fengið að fjúka.

Miðillinn hefur eftir leyniþjónustumanni að ekki sé ólíklegt að einhver muni reyna að ráða Pútín af dögum: „Pútín veit að fólk mun reyna að drepa hann. Að drepa Pútín er ekki auðvelt verkefni en hann veit að það verður reynt. Það hræðir hann.“

Hann sagði jafnframt að líklega verði morðtilræði við Pútín gert af einhverjum í innsta hring hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“