fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Mikil ásókn í sumarbúðir fyrir börn – Allt að 100% verðmunur

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 19. mars 2022 14:45

Mynd af dóttur greinarhöfundar, og vinkonu, í sumarbúðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi barna fer í sumarbúðir á ári hverju og eignast þar dásamlegar minningar. Ágætt úrval er af valkostum fyrir þau sem kjósa að senda börnin sín í sumarbúðir og DV leit á helstu valkosti. Verðið er misjafnt en einnig það sem í boði er. Þannig er allt að 100% verðmunur milli námskeiða þegar miðað er við fimm daga námskeið á ólíkum stöðum.

Sumarbúðir KFUM og KFUK

KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins.

KFUM og KFUK starfrækjum fimm sumarbúðir;  Vatnaskóg, Vindáshlíð, Ölver, Kaldársel og Hólavatn.  Siðasta sumar tóku 3.200 börn þátt í sumarbúðastarfi okkar.  Er það fyrir utan aðra viðburði sem eru í boði í sumarbúðunum, til dæmis vinsælar feðga-, mæðgna- og fjölskylduhelgar.

Boðið er upp á dvöl í sumarbúðunum fyrir allt niður í 8 ára börn sem eru þá í stubbaflokki og styttra en þeir sem eldri eru, og upp í 16 ára.

Verð er á bilinu 30.100-66.400 kr eftir lengd dvalar. Innifalið í verði er rúta, gisting, matur og öll dagskrá.

Hér eru nánari upplýsingar um sumarbúðir KFUM og KFUK, ólíka valkosti og skráningu.

Hér má síðan lesa sérstakat sumarbúðablað KFUM og KFUK.

Skátarnir

Skátarnir eru alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í.

Markmið sumarbúða skáta er að börnin komist í snertingu við náttúruna, kynnist spennandi útilífsstarfi skátahreyfingarinnar, eignist félaga úr fjölbreyttum hópi og njóti sín sem einstaklingar.  Meðal dagskrárliða sem boðið er upp á er klifur, bátar, bogfimi, hópeflisleikir, vatnasafarí, gönguferðir og kvöldvökur.

Skátarnir starfrækja sumarbúðir við Úlfljótsvatn fyrir 9-14 ára. Alls eru fjórar vikur í boði í sumar.

Verð er 54.900 kr.  Innifalið í verði er rúta, gisting, matur og öll dagskrá.
Systkinaafsláttur er 10%.  Um er að ræða dvöl frá mánudegi til föstudags. 

Nánari upplýsingar um sumarbúðir skáta og skráning.

KVAN

Áhersla í verkefnum KVAN er að þjálfa einstaklinga, fagfólk og fyrirtæki í að auka hæfni sína á þeim kennslusviðum sem KVAN býður uppá. Meðal annars veitir KVAN fagfólki sem vinnur með börnum og ungu fólki hagnýta þjálfun, stuðning og ráðgjöf sem að gagni kemur í starfi. Meðal eigenda KVAN er Vanda Sigurðardóttir, formaður KSÍ sem einnig er meðal annars þekkt fyrir vinnu sína í eineltisforvörnum.

KVAN býður annað árið í röð upp á sumarbúðir á Laugavatni þar sem meðal annars er aðgangur að sundlaug og íþróttamanvirkjum, auk sjálfri náttúrunni.

Aðferðafræði KVAN miðar að því að efla sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra sem sækja sumarbúðirnar. Meðal þess sem er þjálfað og styrkt hjá þátttakendum er: sjálfstraust, öflugur samskiptamáti, þrautseigja, jákvæðni og gleði, og vináttufærni.

Leiðbeinendur sumarbúða KVAN eru sex talsins. Þrír þeirra eru þjálfarar KVAN, menntaðir í tómstunda- og félagsmálafræðum og hafa víðtæka reynslu af störfum með ungu fólki. Þeim til aðstoðar eru þrír einstaklingar sem einnig hafa reynslu af því að starfa með ungu fólki.

Sumarbúðirnar eru fyrir tvo aldursflokka, 10-12 ára og 11-13 ára. Sumarbúðirnar eru í 4-5 daga.

Verð 86.900 – 108.000 kr. Innifalið í verði er rúta, gisting, matur og dagskrá.

Hér eru nánari upplýsingar um sumarbúðir KVAN og skráning.

 

Meðal annarra sem bjóða upp á sumarbúðir eru:

Þjóðkirkjan á Austurlandi

Ástjörn á Norðurlandi

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðara í Reykjadal

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“
Fréttir
Í gær

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að
Fréttir
Í gær

Biggi lögga er hættur í löggunni: „Heldur betur komið að kaflaskilum“

Biggi lögga er hættur í löggunni: „Heldur betur komið að kaflaskilum“
Fréttir
Í gær

Egill segir „Klondyke-æði“ á bílaplönum – Gjöldin margfaldast á nokkrum klukkutímum

Egill segir „Klondyke-æði“ á bílaplönum – Gjöldin margfaldast á nokkrum klukkutímum