fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Afsökunarbeiðni ritstjórnar – Hjallastefnan að ósekju tengd við dómsmál

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 19. mars 2022 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok vikunnar áttu sér stað þau mistök að Hjallastefnan var nafngreind í frétt sem aðili að dómsmáli. Dómsmálið sneri að uppsögn á þungaðri konu sem hafði ráðið sig sem deildarstjóra á leikskóla.

Sjá einnig: Leikskóli sagði upp barnshafandi deildarstjóra – Greindi frá óléttunni sama dag og hún skrifaði undir ráðningasamning

Dómurinn birtist á vef héraðsdómstólana og vakti áhuga ritstjórnar enda athyglisverður dómur varðandi réttindi og skyldur starfsmanna.

DV fékk síðan ábendingu um að Hjallastefnan ræki umræddan leikskóla.  Í kjölfarið hringdi blaðamaður á vakt til þess að freista þess að fá það staðfest sem og mögulega einhver viðbrögð frá stjórnendum fyrirtækisins. Í umræddu símtali átti sér stað hörmulegur misskilningur sem skrifast alfarið á ritstjórn DV. Blaðamaður miðilsins taldi talsmann Hjallastefnunnar hafa staðfest aðild að málinu en slíkt var eins fjarri lagi og hugsast getur.

Í kjölfarið var birt frétt þar sem að Hjallastefnan var sögð aðili að málinu.

Undirritaður, sem ritstjóri miðilsins, vill biðjast innilegrar afsökunar á mistökunum og að hafa valdið starfsmönnum og ekki síður aðstandendum barna á Hjallastefnunni hugarangri og óþægindum.

Við höfum lært af þessum mistökum og munum gera okkar allra besta til að slíkt eigi sér ekki aftur stað.

 

Virðingarfyllst

Björn Þorfinnsson

Ritstjóri DV

 

Leikskóli sagði upp barnshafandi deildarstjóra – Greindi frá óléttunni sama dag og hún skrifaði undir ráðningarsamning

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“