fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Segja 150 rússneska hermenn hafa fallið í Mariupol í gær

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 06:20

Rússar láta skotum rigna yfir Maríupól. Gervihnattamynd: (c) 2022 Maxar Technologies/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að 150 rússneskir hermenn hafi fallið í gær þegar Rússar reyndu að ná hafnarborginni Mariupol á sitt vald. Úkraínumenn segjast hafa náð að hrinda árásinni.

Þau segja einnig að tveimur rússneskum skriðdrekum hafi verið grandað í bardögunum og að margir rússneskir hermenn hafi neitað að hlýða fyrirmælum yfirmanna sinna.

Úkraínumenn hafa borgina á valdi sínu en ástandið þar er hörmulegt. Rússar hafa látið stórskotaliðshríð rigna yfir borgina og matar- og vatnsskortur er í henni auk skorts á lyfjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni