fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem sakaður er um tilraun til manndráps – Nágranni heyrði ópin og kom til bjargar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 10:30

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á Akureyri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. mars, bæði af Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti, sem staðfesti úrskurðinn.

Maðurinn er til rannsóknar vegna síbrota og tilraunar til manndráps. Eru samtals 13 mál gegn honum í rannsókn lögreglu. Er hann sakaður um að hafa hvað eftir annað brotið nálgunarbann gegn konu. Eru taldar miklar líkur á því að hann haldi brotum sínum áfram ef hann gengur laus.

Alvarlegasta  brotið sem maðurinn er sakaður um er tilraun til manndráps. Er hann sakaður um að hafa beitt unnusta sína miklu ofbeldi og meðal annars sett púða fyrir vit hennar. Nágranni kom konunni til hjálpar en atvikinu er lýst svo í úrskurði héraðsdóms:

„Mál nr. 316-2021-[…]. Dagsetning brots […] desember 2021. X er sakaður um að hafa ráðist gegn
unnustu/vinkonu sinni, A, og beitti hana miklu ofbeldi, meðal annars tekið með höndunum um háls
hennar og setti púða yfir vit hennar. Nágranni brotaþola heyrði lætin og braust inn í íbúð brotaþola og bjargaði henni frá sakborningi. Með þessari háttsemi er talið að sakborningur hafi gerst sekur um tilraun til manndráps, eða a.m.k. alvarlegt brot gegn 2. mgr. 218. gr. eða 2. mgr. 218. gr. b., almennra hegningarlaga. Rannsókn er nánast lokið en beðið er eftir niðurstöðu meinafræðings sem mun meta
áverkana og um leið hættustig árásarinnar. Vegna þessa máls var sakborningur settur ínálgunarbann
gegn brotaþola.“

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“