fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Óttast að Rússar séu að undirbúa notkun efnavopna í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 06:53

Hermenn búnir undir efnavopnanotkun. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar og Bandaríkjamenn óttast að Rússar séu að undirbúa notkun efnavopna í Úkraínu. Jen Psaki, fréttafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að rangar ásakanir Rússa um að Bandaríkin hafi unnið að þróun og framleiðslu efnavopna í Úkraínu geti verið fyrirsláttur til að réttlæta beitingu efnavopna í stríðinu.

Rússar settu þessar ásakanir fram án þess að leggja fram nokkrar handbærar sannanir fyrir þessum málflutningi. Psaki benti á að Kínverjar hefðu tekið undir þessar ásakanir. „Nú þegar Rússar hafa sett fram ósannar staðhæfingar, og Kínverjar virðast hafa tekið undir þær, þá ættum við öll að vera á varðbergi fyrir hugsanlegri notkun Rússa á efnavopnum í Úkraínu eða sviðsetningu atburða þar sem efnavopn verða notuð,“ skrifaði hún á Twitter.

Áður höfðu vestrænir embættismenn sagt að „ástæða sé til að hafa áhyggjur af hugsanlegri notkun óhefðbundinna vopna“ af hálfu Rússa en með því vísa þeir til notkunar efnavopna í stríðinu í Sýrlandi. Ástæðurnar fyrir þessu áhyggjum eru meðal annars sagðar vera að rússneska utanríkisráðuneytið hafi verið „að undirbúa jarðveginn“ með því að „setja fram rangar fullyrðingar“ um að Vesturlönd hafi unnið að þróun og framleiðslu efnavopna í Úkraínu.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sakaði „úkraínska þjóðernissinna“ um að vera að undirbúa „ögrun“ með efnavopnum í þorpi norðvestan við Kharkiv og að ætlunin væri að ljúga því að Rússar hefðu beitt efnavopnum þar.

Psaki sagði í tísti sínu að Rússar eigi sér sögu um að saka Vesturlönd um þau brot sem Rússar fremji sjálfir: „Þetta er augljóst plott hjá Rússum til að réttlæta enn frekar ástæðulausa og óréttlætanlega árás á Úkraínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast