fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Bandaríkin og ESB hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum – Mun hafa alvarlegar afleiðingar segja Rússar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 16:00

Úkraínskir hermenn aðstoða barn við að komast yfir á í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra í Evrópu væru að íhuga að banna innflutning á olíu frá Rússlandi. Alexander Novak, varaforsætisráðherra Rússlands, svaraði þessum ummælum Blinken á rússneskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi að sögn Reuters.

Hann sagði að ef Bandaríkin og ESB banna innflutning á rússneskri olíu muni Rússar hugsanlega loka fyrir gasstreymi til Evrópu. Hann sagði jafnframt að Vesturlönd verði þá hugsanlega að takast á við að verðið á hverri olíutunnu verði 300 dollarar en það er nú um 140 dollarar auk þess sem hugsanlega verði skrúfað fyrir gas til Evrópu.

Hann sagði að þetta geti orðið sviðsmyndin ef ESB og Bandaríkin gera alvöru úr hótunum sínum um að banna innflutning á rússneskri olíu.

Novak sagði að það muni taka ESB rúmlega ár að finna aðra afhendingaraðila á olíu ef lokað verður fyrir innflutning á rússneskri olíu. Það geti leitt til miklu hærra verðs.

Hann sagði að evrópskir stjórnmálamenn verði að vera heiðarlegir og vara almenning við því sem bíður ef lokað verður fyrir rússneska olíu. Hann sagði að Rússar séu undir það búnir að lokað verði fyrir olíusölu þeirra til ESB og Bandaríkjanna og viti hvert þeir geti selt olíu og gas ef svo fer.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mun tilkynna síðar í dag að innflutningur á rússneskri olíu til Bandaríkjanna verði bannaður. ESB ætlar að draga úr gasinnflutningi frá Rússlandi um 2/3 hluta fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Í gær

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“