fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Pútín segir Úkraínu að hætta að berjast

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. mars 2022 14:15

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín segir að Úkraína verði að hætta að berjast og ganga að kröfum Rússlands. Það sé eina leiðin til að Rússland hætti hernaðaraðgerðum sínum í landinu.

Þessi ummæli lét Pútín falla við Erdogan, forseta Tyrklands. Pútín segir enn fremur að „sérstöku hernaðaraðgerðir“ Rússlands í Úkraínu séu á áætlun og að hann vonist til að samninganefnd Úkraínu sé tilbúin í uppbyggilegar samningaviðræður sem taki mið af raunveruleikanum í landinu.

Hann ræddi við Erdogan í síma, en forseti Tyrklands hefur nú reynt stilla til friðar milli Úkraínu og Rússlands.

Aftur var reynt í dag að rýma borgina Mariupol sem er umkringd rússnesku herliði, en aðstæður borgara þar eru slæmar og hafa þau ekki aðgang að hita, rafmagni og vatni. Rússar og Úkraína náðu samkomulagi um tímabundið vopnahlé í borginni svo að íbúar gætu yfirgefið borgina. Fyrst var þetta reynt í gær en það gekk ekki upp þar sem árásir héldu áfram, en Rússar hafa kennt úkraínskum þjóðernissinnum um að hafa virt vopnahléið að vettugi á meðan Úkraínumenn segja það sama um rússneska herinn.

Aftur var boðað vopnahlé í Mariupol í dag, en samkvæmt Úkraínu gekk það ekki eftir þar sem Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina. Til stóð að koma um 200 þúsund íbúum úr borginni og átti rýming að hefjast á hádegi að úkraínskum tíma.

Aðstoðarmaður í innanríkisráðuneyti Úkraínu, Anton Gerashchenko sagði á Telegram:

„Það geta ekki verið neinar „grænar útgönguleiðir“ þar sem það undir sjúkum hugum Rússanna að ákveða hvenær þeir hefja skothríð og hverjum hún beinist að.“

Borgarstjóri MariupolVadym Boichenko, sagði í gær: „Þeir eru að tortíma okkur,“ í samtali við Reuters. „Þeir hafa kerfisbundið unnið að því að tryggja að borgin sé einangruð. Þeir gefa okkur ekki einu sinni færi á að telja þá sem eru særðir eða látnir því sprengjunum linnir ekki.“

Rússar hafa frá því að stríðið hófst neitað því að þeir beini árásum sínum gegn óbreyttum borgurum.

Boichenko er þó á öðru máli. Í gær hafi rútur verið í viðbragðsstöðu reiðubúnar að ferja borgarbúa út fyrir borgarmörkin.

„Þeir lugu að okkur, og það sem meira er þá um leið og fólk var að reyna að komast að þessum útgönguleiðum þá hófust sprengingarnar aftur.“

Rúmlega 1,5 milljón flóttamanna frá Úkraínu hafa flúið land sitt yfir til nágrannaríkja síðustu tíu daganna og er talað um að hér sé komin stærsta flóttamannakrísa í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Rússneskir miðlar greina frá því í dag að Rússar hafi í dag opnað mannúðar útgönguleiðir úr borginni en enginn hafi mætt. Er því jafnframt haldið fram, líkt og í gær, að það hafi verið Úkraína, en ekki Rússland sem virti ekki vopnahléið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“