fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Matvælastofnun varar fólk við að kaupa Moét & Chandon kampavín – Víninu skipt út fyrir MDMA

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. mars 2022 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um tilvik þar sem  Moét & Chandon Ice Imperia kampavín 3 lítra frá árinu 2017 hafi verið skipt út víninu fyrir alsælu (MDMA). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Í Hollandi og Þýskalandi hafa nokkrir einstaklingar veikst og einn hefur dáið eftir að hafa drukkið úr þessum flöskum. Af mistökum lentu  flöskur hjá einstaklingum sem keyptu vöruna á netinu í góðri trú um hágæða kampavín.

Matvælastofnun fékk upplýsingar í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður. Einnig upplýsingar frá ÁTVR um matvælasvindlið með kampavínið.

Matvælastofnun varar við þessu kampavíni sem er þó ekki til sölu á Íslandi. Einungis eru til 750ml flöskur af umræddri tegund hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska