fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Nýr þjóðarpúls Gallup – Nær allir landsmenn fordæma hernað Rússa í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 08:29

Íslendingar hafa mótmælt innrásinni. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðu þjóðarpúls Gallup þá fordæma 99% landsmanna hernað Rússa í Úkraínu. 69% sögðust algjörlega ósammála þeirri fullyrðingu að aðgerðir Rússa séu að einhverju leyti réttlætanlegar og 17% eru því mjög ósammála.

Aðeins fimmti hver telur líklegt að alþjóðasamfélagið geti stöðvað hernaðaraðgerðir Rússa gegn Úkraínu með efnahagslegum – og öðrum refsiaðgerðum. Þrír af hverjum fimm telja það ólíklegt.

Tæplega 90% styðja harðar refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn Rússum

Þrír af hverjum fimm telja líklegt að hernaðaraðgerðir Rússa muni leiða til átaka í öðrum löndum.

Mikill meirihluti telur að Úkraínumenn eigi að halda mótspyrnu sinni áfram og ekki leggja niður vopn.

Þriðjungur þeirra sem tók afstöðu telur að stríðið muni hafa mikil áhrif á líf þeirra og ríflega helmingur finnur fyrir óöryggi og/eða ótta vegna ástandsins. Tæplega þrír af hverjum tíu segjast ekki gera það.

Um netkönnun var að ræða og fór hún fram dagana 25. febrúar til 3. mars. 1.449 manns voru í úrtakinu og svöruðu 50,1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri