fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Heimildarþættir um Max Verstappen frumsýndir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viaplay frumsýnir í dag 1. mars Formúlu 1 heimildarþættina ´Verstappen – Lion Unleashed‘, en það er fyrsta Viaplay-framleiðslan þar sem Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í forgrunni. Einnig mun Viaplay sýna ´F1 Talks – Mika, David, Tom´ þar sem Mika Häkkinen, David Coulthard og Tom Kristensen ræða komandi tímabil í Formúlu 1.

Viaplay er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Íþróttaheimildarþættir eru ört vaxandi hluti af Viaplay og í janúar samdi fyrirtækið við Max Verstappen um að koma fram í efni sem aðeins verður aðgengilegt á Viaplay.

Í Verstappen – Lion Unleashed mun hollenski heimsmeistarinn, ásamt sínu nánasta samstarfsfólki, ræða við Viaplay um fyrsta Formúlu 1 titilinn árið 2021 og horfa til keppnistímabilsins 2022.

Í F1 Talks – Mika, David, Tom er fylgst með Mika Häkkinen, tvöföldum heimsmeistara í Formúlu 1, David Coulthard, margföldum Formúlu 1 sigurvegara og fyrrum liðsfélaga Mika Häkkinen og Tom Kristensen, sem sigraði Le Mans sólarhringskappaksturinn níu sinnum. Þeir ræða um fortíð, nútíð og framtíð Formúlu 1 í heillandi samtali sem stýrt er af Amber Brantsen frá Viaplay.

„Ég er mjög spenntur fyrir samstarfinu við Viaplay, þar sem við eigum það sameiginlega markmið að vilja skara fram úr á okkar sviðum. Viaplay hefur sannað sig sem streymisveita og það er frábært að við séum nú þegar, í sameiningu, farin að búa til einstakt efni fyrir aðdáendur,“ segir Max Verstappen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann