fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Vandræðaleg mistök hjá Samtökum atvinnulífsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 14:41

Drífa Snædal Myndi: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) gerðu heldur vandræðaleg mistök þegar sent var út boð vegna athafnar í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hún hafi fengið eftirfarandi boð frá SA: „Við bjóðum þér að vera við athöfn þegar við hringjum bjöllu í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 7. mars kl. 12.30. Viðburðurinn fer fram í Hörpu, 2.hæð (Hörpuhorn).“

Staðreyndin er hins vegar sú að alþjóðlegur baráttudagur kvenna er ekki 7. mars heldur þann 8. og benti Drífa á það í svari sínu til SA, en hún segist einfaldlega ekki hafa staðist mátið, og rifjaði í leiðinni upp sósíalískan uppruna baráttudagsins sem SA ætlar að fagna: „Takk fyrir boðið en þið vitið að alþjóðlegur baráttudagur kvenna er 8. mars, upprunninn í sósíalískri baráttu fyrir jafnrétti kynjanna í byrjun síðustu aldar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann