fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínumenn birta myndbönd af drónaárásum á bílalestir Rússa –  „Velkomin til helvítis!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. febrúar 2022 18:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í gær myndbönd af árásum flughersins á rússneskar bílalestir í landinu. Að þeirra sögn sýna myndböndin árásir á tugi bifreiða og brynvarða vagna í eigu rússneska hersins. Mun árásin hafa átt sér stað í Malyn, um 100 kílómetra norðan við Kænugarð en Rússar herja nú af miklum mætti á borgina.

Um tyrkneska dróna af gerðinni Bayraktar TB2 er að ræða sem Tyrkir seldu Úkraínumönnum árið 2019.

Flugher Úkraínu segist hafa grandað tugum bifreiða og þar á meðal Buk-M1-2 eldflaugakerfi sem notað er gegn flugvélum.

Þá birtu Úkraínumenn fleiri myndbönd sem þeir segja að séu frá árásum Úkraínumanna á hersveitir Rússa í syðri hluta Úkraínu, eða nálægt borginni Kherson.

Haft er eftir Valery Zaluzhny, hershöfðingja Úkraínumanna, að Bayraktar drónarnir séu að bjarga úkraínskum lífum, og lét hann beinskeitt skilaboð til Rússa fylgja með: „Velkomin til helvítis!“

Baykraktar drónarnir geta flogið í um 24 klukkustundir í um 22.500 feta hæð og borið allt að 150 kílógramma eldflaug. Drónarnir eru í notkun í Tyrklandi, Úkraínu, Katar og Azerbaijan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Í gær

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Í gær

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“