fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Rússar herða tökin á samfélagsmiðlum – Vilja ritskoða Facebook, Google, Twitter og TikTok

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. febrúar 2022 18:35

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld hafa nú hafið átak í því að fá eigendur samfélagsmiðla til þess að stofna fyrirtæki um rekstur samfélagsmiðlanna í landinu á rússneskri grundu. Sögðu stjórnvöld þar í landi að fyrirtækin hefðu þar til í lok þessa mánaðar til þess að verða við kröfum þeirra.

Rússlandsstjórn samþykkti nýverið löggjöf sem krefst þess að fyrirtækin skrái sig í Rússlandi. Gagnrýnendur laganna segja að með því geti Rússar beitt einstaklinga sem starfa fyrir fyrirtækin og fyrirtækin sjálf beinum hótunum um sektargreiðslur eða handtöku.

Í frétt New York Times um málið kemur fram að Google, Meta, Apple, Twitter, TikTok og fleiri hefðu fengið skilaboð frá rússneskum stjórnvöldum þess efnis. Segir þar jafnframt að Apple, TikTok og Spotify hafi þegar orðið við kröfum stjórnvalda. Twitch og Telegram hafa ekki gert það, og Meta, sem meðal annars rekur Facebook og Twitter hafi orðið við kröfunum að hluta.

Er því nú velt upp af skýrendum vestanhafs að átak rússneskra stjórnvalda setji stjórnendur fyrirtækjanna í þrönga stöðu þar sem þau þurfi að velja milli þess að gefa eftir og fórna þannig tjáningarfrelsi notenda sinna á miðlunum, eða að leggja upp laupanna heilt yfir í Rússlandi og hætta þar starfsemi. Málið flækist þá enn meira þar sem rekstraraðilar samfélagsmiðla í Bandaríkjunum hafa einmitt beitt þeim rökum gegn lagasetningu á samfélagsmiðla þar í landi að slíkt gæti heft tjáningarfrelsi notenda sinna.

Þá hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Úkraínu þrýst á fyrirtækin að takmarka starfsemi sína í landinu.

Mark Warner, öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, sendi til að mynda Meta, Reddit, Telegram og fleirum bréf þar sem hann bað fyrirtækin um að leyfa Rússum ekki að nýta sér vettvang þeirra til þess að dreifa falsupplýsingum um stríðsherferð sína gegn Úkraínu.

New York Times greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli