fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Myndband: Nýfædd úkraínsk börn upplifa fyrstu augnablikin í sprengjubyrgi

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 13:28

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband frá Úkraínu sem New York Times fjallar um hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum en í því má sjá nýfædd úkraínsk börn upplifa fyrstu augnablik ævi sinnar í sprengjubyrgi neðanjarðar.

Nýfæddu börnin sem um ræðir voru á gjörgæslu á spítala í borginni Dnipro þegar Rússar hófu árás á borgina í gær. Ákveðið var að fara með börnin á eina af neðri hæðum spítalans þar sem útbúið var eins konar sprengjubyrgi til bráðabirgða.

Myndbandið er ansi átakanlegt og vakti mikil viðbrögð hjá netverjum sem tjáðu sig um áhyggjur sínar í athugasemdunum. „Þetta er hrikalegt,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni. „Ég hef engin orð, bara tár,“ segir svo í annarri athugasemd. „Þetta brýtur í mér hjartað,“ segir svo í ennarri athugasemd.

Þá hrósa margir hjúkrunarfólkinu í myndbandinu fyrir að hugsa um nýfæddu börnin og er þeim meðal annars líkt við ofurhetjur og engla í athugasemdunum. „Þetta fólk sem er að hugsa um börnin eru algjörlega óhræddir stríðsmenn og sannir englar,“ segir til að mynda einn netverji.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“