fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingur ætlar að fljúga til Úkraínu í nótt til að bjarga eiginkonu sinni – „Konan mín hringdi í mig grátandi í alla nótt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 16:28

Úkraínskur hermaður - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði innrás í Úkraínu í nótt. Hófust þá umfangsmestu hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki síðan í seinni heimsstyrjöld og marka þær upphaf stríðs í Evrópu. Síðan hernaðaraðgerðirnar hófust hafa fjölmargir íbúar Úkraínu undirbúið leið sína úr landinu.

Fréttablaðið ræddi í dag við Íslending sem búsettur er í Úkraínu ásamt eiginkonu sinni en. Íslendingurinn er þessa stundina staddur á Íslandi en eiginkona hans er í Úkraínu. „Konan mín hringdi í mig grátandi í alla nótt,“ segir Íslendingurinn í samtali sínu við Fréttablaðið.

Hann ætlar sér að fljúga til Úkraínu í nótt og bjarga eiginkonu sinni þaðan. Ferð hans er fyrst heitið til Moldóvu en þar ætlar hann að fá hjálp frá Utanríkisráðuneytinu við að komast þaðan til Úkraínu.

Tengdaforeldrarnir ætla að vera eftir

Foreldrar eiginkonu hans ætla hins vegar ekki að yfirgefa landið þrátt fyrir að þau séu búsett í borginni Dnipro en árás var gerð á þá borg í nótt. Íslendingurinn vildi ekki láta nafns síns getið í samtali við Fréttablaðið vegna skoðana tengdaforeldra sinna á stríðinu.

„Foreldrar hennar ætla að sitja heima hjá sér, kúltúrinn hjá þeim er þannig að Úkraína hefur alltaf verið í stríðum og styrjöldum. Foreldrar hennar eru búin að deila um þetta í fjölskyldunni – alltaf, þessa vestrænu stjórn og spyrja hvort að það hafi ekki verið betra að vera bara undir gamla tjaldinu, þau segjast hafa liðið betur þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“