fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Dýrkeyptir líkamsvessar erlends manns – Fyrir dóm út af hráka og þvaglátum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan marsmánuð verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Alsíringi á fimmtugsaldri sem býr í Reykjavík og hefur íslenska kennitölu.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er manninum gefið að sök að hafa haft þvaglát fyrir framan börn við Þróttaravöllinn í Laugardal haustið 2020. Um lokað þinghald er að ræða þar sem börn koma við sögu en samkvæmt heimildum DV er um að ræða fjögur börn sem voru 11-12 ára þegar atvikið átti sér stað. Gerðar eru einkaréttarkröfur um miskabætur fyrir hönd barnanna sem nema mörg hundruð þúsund krónum fyrir hvert barn og samtals yfir tvær milljónir króna. Er manninum gefið að sök að hafa berað kynfæri sín og kastað af sér þagi í augsýn barnanna. Er hann sakaður um bæði hegningarlagabrot og barnaverndarlagabrot. Háttsemin er flokkuð sem blygðunarsemisbrot en ekki kynferðisbrot.

Maðurinn mun einnig vera ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en hann er sagður hafa hrækt á lögreglumann síðastliðið haust. Mun það atvik hafa átt sér stað fyrir lögreglustöðina á Hverfisgötu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”