fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Gísli Marteinn: „Það er kosið um þetta í vor“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á borgarmálunum og tjáir sig reglulega um þau enda titlar hann sjálfan sig sem „óopinber borgarfulltrúi“ á Twitter-síðu sinni. Það er einmitt á þeirri Twitter-síðu sem Gísli tjáir sig hvað mest um borgarmálin.

Í nýjustu borgarmálafærslunni sem Gísli birtir á Twitter fjallar hann lauslega um sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í færslunni segir hann frá því sem honum finnst að kosningarnar í Reykjavík snúist um.

„Þessi gata var einu sinni bílagata,“ segir Gísli og birtir mynd af gangstéttinni við Austurvöll. Þrátt fyrir að gatan hafi einu sinni verið ætluð bílum er hún nú ætluð fólki og á góðviðrisdögum er hægara sagt en gert að fá laust borð á veitingastöðunum við göngustíginn.

Gísli segir að ákvörðunin um að færa bílana af umræddu svæði hafi ekki farið sjálfkrafa í gegn, henni hafi verið mótmælt með „nákvæmlega sömu rökum“ og notuð eru gegn ýmsum álitamálum í borginni í dag.

„Lélegir borgarfulltrúar mótmæltu því að banna þar bíla með nákvæmlega sömu rökum og núna eru notuð gegn Borgarlínu, göngugötu á Laugavegi, þéttingu byggðar eða hverju því öðru sem gott er og fallegt í þessari borg. Það er kosið um þetta í vor.“

Í athugasemdunum við færslu Gísla um götuna spyr einn netverji hvenær þetta varð að bíllausu svæði. Gísli svarar þeirri spurningu og segir að það hafi gerst í upphafi 10. áratugs síðustu aldar. Þá segir hann að á svipuðum tíma hafi verið ákveðið að hleypa bílaumferð um Austurstrætið sem hafði verið göngugata frá árinu 1974.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Í gær

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB