fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Upplýsingar um meint brot blaðamannanna komu Aðalsteini í opna skjöldu – Málið tengist ekki umfjöllun um Samherja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrslutakan sem fjórir blaðamenn hafa verið boðaðir til með réttarstöðu sakborninga tengist ekki umfjöllun þeirra um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Þessu greinir RÚV frá og vitnar í Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins Kjartanssonar.

Blaðamennirnir fjórir eru Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður Kjarnans. Þeir voru nýlega boðaðir til skýrslutöku hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og veitt staða sakbornings. Töldu margir að máli tengdist umfjöllun þeirra um skæruliðadeildina og um meinta notkun þeirra á gögnum sem hafi verið fengin úr stolnum síma. Nú er komið í ljós að málið tengist öðrum gögnum sem finna mátti á umræddum síma og tengist því umfjölluninni um Samherja ekki sem slíkt.

Sjá einnig: Blaðamenn í lögregluyfirheyrslu vegna síma Samherjaskipstjóra – Þóra Arnórsdóttir með stöðu sakbornings

Aðalsteinn Kjartansson ákvað að bera lögmæti ákvörðunar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, að boða blaðamennina í yfirheyrslu og veita þeim stöðu sakbornings, undir dómstóla. Lögmaður hans, Gunnar Ingi, sagði í samtali við RÚV að lögreglan hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma af Páli Steingrímssyni, starfsmanni Samherja, en sá sé ekki blaðamaður og hafi engin tengsl við fjölmiðla.

„Það er því hægt að setja þá samsæriskenningu upp á hillu.“

Gunnar sagði að meint brot blaðamannanna gegn friðhelgi einkalífs tengist Samherja-málinu sem slíku á engan hátt. Hann segir að upplýsingar úr greinargerð lögreglustjórans hafi komið bæði honum og Aðalsteini í opna skjöldu og hafi sannarlega verið óvæntar.

Mál Aðalsteins verður tekið fyrir í Héraðsdóm Norðurlands eystra síðdegis í dag en þinghald verður lokað.

Sjá einnig:

Aðalsteinn lætur reyna á lögmæti ákvörðunar lögreglu – „Ég er ekki hafinn yfir lög“

Þóra Arnórsdóttir:„Ég hef engin lög brotið“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Í gær

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB