fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Innbrot og rúðubrot

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 06:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi braut maður rúðu í útihurð gististaðar í Reykjavík og fór inn. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í aðstöðu kajakfélaga í Grafarvogi. Skemmdir voru unnar á hurð og verðmætum stolið úr húsinu.

Afskipti voru höfð af tveimur mönnum síðdegis í gær og gærkvöldi vegna vörslu fíkniefna. Hald var lagt á ætluð fíkniefni í báðum málum. Skömmu fyrir miðnætti var ungur maður handtekinn í Grafarholti en hann var í annarlegu ástandi. Hann er grunaður um hótanir og fleira og var vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær varð árekstur í Kópavogi. Engin slys urðu á fólki en annar ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni í hálku og fór bifreið hans í veg fyrir aðra bifreið og valt síðan á hliðina. Báðar bifreiðar voru óökufærar og voru fjarlægðar með dráttarbifreið.

Í Mosfellsbæ féll kona af hestbaki síðdegis í gær. Hún er hugsanlega ökklabrotin.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í gær en hann ók á 83 km/klst á Stekkjarbakka en þar er leyfður hámarkshraði 50 km/klst.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var staðinn að ítrekuðum akstri sviptur ökuréttindum. Hann reyndi að villa um fyrir lögreglunni með því að gefa upp rangar persónuupplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Í gær

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB