fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Loksins ákært í óhugnanlegu líkamsárásarmáli á Vesturlandi – Stakk mann með skærum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 24. febrúar verður þingfest sakamál fyrir Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi vegna afar óhugnanlegrar líkamsárásar sem framin var  þann 17. október árið 2020.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu þann 3. febrúar síðastliðinn og hefur DV ákæruna undir höndum. Í þeirri útgáfu hafa nöfn á stöðum og fólki verið hreinsuð út. Ekki er vitað hvort árásin átti sér stað í Borgarnesi eða í öðrum bæ á Vesturlandi.

Maður er þar sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað laugardagskvöldið 17. október árið 2020. Árásin hófst á heimili árásarmannsins sem sakaður er um að hafa ráðist að öðrum manni,  slegið hann ítrekað hnefahöggum í andlitið, stungið hann ítrekað með skærum í líkamann og einu sinni í andlitið.

Þolandinn er sagður hafa flúið af heimili árásarmansins sem elti hann og gerði tilraun til að stinga hann á öðrum stað sem ekki er tilgreindur í ákærunni.

Þolandinn hlaut fjögur sár vinstra megin á baki og á vinstri öxl, sár á vinstri olnboga og sár og mar á vinstri upphandlegg og sár á vinstri kinn.

Héraðssaksóknari krefst þess að árásarmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Búast má við að réttað verði í málinu í marsmánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”