fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Settist upp í bíl hjá ókunnugri konu og neitaði að fara út úr honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 07:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tvöleytið í nótt var drukkinn maður handtekinn í miðborginni. Maðurinn hafði verið að ónáða vegfarendur og stofna til slagsmála. Hann hafði m.a. sest inn í bíl hjá konu sem hann þekkti ekki og neitað að fara út úr bílnum fyrr en lögregla kom á vettvang og skipaði honum að yfirgefa bílinn. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem fyllt var út eyðublað um brot á lögreglusamþykkt o.fl. og hann laus að því loknu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Einnig segir frá því að ölvuð kona var handtekin í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Konan var æst og að trufla störf lögreglu, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og veittist að lögreglumanni. Konan var færð á lögreglustöð þar sem fyllt var út eyðublað um brot á lögreglusamþykkt. Konan róaðist er hún var komin á lögreglustöðina og var hún laus að lokinni upplýsingatöku.

Á fimmta tímanum í nótt var kona handtekin í miðborginni vegna gruns um að hún væri að selja áfengi úr bíl sínum en í honum var töluvert magn af áfengi. Einnig var konan ekki með gild ökuréttindi.

Um hálfáttaleytið í gærkvöld var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Manni var hent út af bar og hlaut hann við það aflögun á fæti og skrámur í andliti. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Bráðadeild til aðhlynningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast