fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

12 ára strákur varð undir snjóflóði í Hveragerði – Bróðir hans sýndi mikið snarræði

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 16:27

Hveragerði. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir klukkan 14:00 barst lögreglu og sjúkraflutningamönnum aðstoðarbeiðni vegna 10 ára drengs sem grafist hafði í snjóflóði í Hamrinum við Hveragerði. Snjógengja hafði fallið niður hlíð Hamarsins en þar var drengurinn ásamt öðrum börnum að leik.

Lögreglan á Suðurlandi segir frá þessu í færslu sem birt var á Facebook. Í færslunni kemur fram að 14 ára bróðir drengsins sem lenti undir snjónum hafi sýnt mikið snarræði þegar snjórinn féll niður. Hann staðsetti bróður sinn í flóðinu og gróf sjóinn frá andliti hans. Því næst hringdi hann eftir aðstoð í 112.

„Hjálparsveit Skáta, Hveragerði, var kölluð til og sinnti björgun drengsins og kom honum í sjúkrabifreið,“ segir lögreglan í færslunni. Að sögn foreldra drengsins mun líðan hans vera eftir atvikum góð.

Í ljósi þessa vill lögregla og Slysavarnarfélagið Landsbjörg beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferð við Hamarinn í Hveragerði eða við hlíðar hans. Veðuraðstæður hafa skapað fjölda snjóhengja sem hætta er á að geti fallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?