fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Þriggja bíla árekstur á Snæfellsnesi – Lögreglan vísaði fólki til baka á Kjalarnesi – Uppfært

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 13:55

Mynd tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Rifi á Snæfellsnesi um hádegi í dag.

Skessuhorn greindi fyrst frá árekstrinum en samkvæmt heimildum þeirra urðu töluverðar skemmdir á tveimur af þessum þremur bílum. Þá er ekki vitað hvort slys hafi orðið á fólki.

Töluverður skafrenningur er á svæðinu en auk þess er víða hálka og lítið skyggni.

Samkvæmt heimildum DV var fólki sem var á leið á Snæfellsnes vísað til baka af lögreglu við Kjalarnes. Fólkið fékk ekki upplýsingar um hvort því hafi verið vísað til baka eingöngu vegna færðarinnar eða hvort áreksturinn hafi einnig sett strik í reikninginn.

Uppfært: 14:00:

Ljóst er að veginum á Kjalarnesi var lokað vegna áreksturs eins og sjá má í færslu Vegagerðarinnar hér fyrir neðan.

Vegurinn var svo opnaður aftur á ný tæpum klukkutíma síðar eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska